Annað liðið til að sigra Liverpool

Ful­ham sigraði Li­verpool 3:2 í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í dag en leik­ur­inn fór fram á Cra­ven Cotta­ge í London.

Með sigr­in­um er Ful­ham komið í átt­unda sæti deild­ar­inn­ar með 48 stig. Li­verpool er áfram á toppi deild­ar­inn­ar en liðið er með 11 stiga for­ystu á Arsenal en hefði getað aukið for­ystu sína í 14 stig en það tókst ekki.

Þetta er aðeins ann­ar ósig­ur Li­verpool í deild­inni á tíma­bil­inu og liðið þarf ell­efu stig úr síðustu sjö leikj­un­um til að gull­tryggja sér meist­ara­titil­inn.

Þetta byrjaði reynd­ar mjög vel hjá Li­verpool í dag en strax á 14. mín­útu leiks­ins þá fékk Al­ex­is Mac Allister bolt­ann rétt við miðlín­una og tók sprett­inn upp völl­inn og lét vaða rétt fyr­ir utan teig­inn og skot hans söng í net­inu. Virki­lega glæsi­legt mark hjá Mac Allister og staðan 1:0 fyr­ir Li­verpool.

Alexis Mac Allister kom Liverpool yfir með glæsibrag.
Al­ex­is Mac Allister kom Li­verpool yfir með glæsi­brag. AFP/​Henry Nicholls


Heima­menn sem höfðu byrjað leik­inn bet­ur létu þetta ekki trufla sig og voru fljót­ir að jafna met­in en jöfn­un­ar­markið kom á 23. mín­útu. Andreas Pereira átti þá góða send­ing fyr­ir mark Li­verpool en bolt­inn fór í Curt­is Jo­nes sem mis­reiknaði eitt­hvað svifið á bolt­an­um og þaðan fór bolt­inn beint til Ryan Sessegnon sem negldi bolt­an­um í netið og allt orðið jafnt á Cra­ven Cotta­ge, 1:1.

Bæði lið voru svo­lítið í því að gefa bolt­ann frá sér á klauf­an­lega hátt og það var ein­mitt það sem gerðist í öðru marki Ful­ham en þá átti Andy Robert­son hræðilega send­ingu sem rataði beint á Alex Iwobi og hann lét vaða á markið en Virgil van Dijk náði að kom­ast fyr­ir skotið en Iwobi fékk bolt­ann aft­ur og reyndi aft­ur skot og í þetta sinn fór bolt­inn í Andy Robert­son og inn og heima­menn því komn­ir í 2:1 eft­ir 32. mín­útna leik.

Á 37. mín­útu leiks­ins fékk Ful­ham horn­spyrnu sem Andreas Pereira tók. Hann setti bolt­ann inn á teig Li­verpool og þar var það van Dijk sem skallaði bolt­ann frá en bolt­inn datt beint á Alex Iwobi sem setti bolt­ann hátt upp í loftið og á undra­verðan hátt náði Rodrigo Mun­iz að taka bolt­ann niður og tek­ur skemmti­leg­an snún­ing og er allt í einu kom­inn einn á móti Kell­eher, mark­manni Li­verpool, og set­ur hann í netið. Staðan í hálfleik var því 3:1 fyr­ir Ful­ham.

Li­verpool byrjaði seinni hálfleik­inn bet­ur en strax á 48. mín­útu fékk Di­ogo Jota mjög gott færi til að minnka mun­inn en Bernd Leno varði mjög vel frá hon­um af stuttu færi.

Li­verpool var mun meira með bolt­ann í seinni hálfleik en það var ekki fyrr en Arne Slot breytti liði sínu og setti meðal ann­ars Luis Diaz inn á að hlut­ir fóru að ger­ast hjá Li­verpool.

Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool skannar völlinn.
Arne Slot knatt­spyrn­u­stjóri Li­verpool skann­ar völl­inn. AFP/​Henry Nicholls


Það var ein­mitt Luis Diaz sem minnkaði mun­inn fyr­ir Li­verpool á 72. mín­útu eft­ir send­ingu frá öðrum vara­manni, Con­or Bra­dley, 3:2.

Á 79. mín­útu átti Andy Robert­son fína send­ingu fyr­ir mark Ful­ham og bolt­inn barst á Har­vey Elliott og hann átti hörku­skot með bolt­inn fór í þverslána. Bernd Leno varði tví­veg­is vel í upp­bót­ar­tíma, fyrst frá Federico Chiesa og svo frá Har­vey Elliott. Heima­menn héldu út og höfðu að lok­um 3:2 sig­ur í þess­um skemmti­lega leik.

Næsti leik­ur Ful­ham er gegn Bour­nemouth á úti­velli en Li­verpool á heima­leik um næstu helgi gegn West Ham.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Ful­ham 3:2 Li­verpool opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert