Fallnir þó sjö leikir séu eftir

Brennan Johnson skoraði tvívegis fyrir Tottenham í dag.
Brennan Johnson skoraði tvívegis fyrir Tottenham í dag. AFP/Henry Nicholls

Sout­hampt­on féll í dag úr ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu eft­ir ósig­ur gegn Totten­ham Hot­sp­ur í London, 3:1, og samt á liðið enn eft­ir sjö leiki á tíma­bil­inu.

Sout­hampt­on er aðeins með 10 stig eft­ir 31 leik og er 22 stig­um á eft­ir Wol­ves sem er með 32 stig í 17. sæti deild­ar­inn­ar. Dýr­ling­arn­ir geta mest náð 31 stigi héðan af.

Brenn­an John­son skoraði tví­veg­is fyr­ir Totten­ham, á 13. og 42. mín­útu, eft­ir send­ing­ar frá Djed Spence og James Madd­i­son. Mateus Fern­and­es minnkaði mun­inn fyr­ir Sout­hampt­on í upp­bót­ar­tíma leiks­ins.

Totten­ham fékk síðan víta­spyrnu í blá­lok­in. Mat­hys Tel skoraði úr henni og inn­siglaði sig­ur­inn.

Totten­ham lyfti sér upp fyr­ir Manchester United, Evert­on og West Ham og upp í 13. sæti deild­ar­inn­ar með 37 stig. 

Sout­hampt­on hef­ur nú það eina mark­mið að forðast að sitja uppi með slak­asta ár­ang­ur í sögu deild­ar­inn­ar en Der­by fékk 11 stig tíma­bilið 2007-2008.

Marka­laust í ná­granna­slag

Brent­ford og Chel­sea gerðu marka­laust jafn­tefli í ná­granna­slag í Vest­ur-London og Há­kon Rafn Valdi­mars­son landsliðsmarkvörður var að vanda á vara­manna­bekk Brent­ford.

Chel­sea er með 53 stig í fjórða sæti og get­ur nú misst Manchester City upp fyr­ir sig síðar í dag í harðri bar­átt­unni um sæti í  Meist­ara­deild­inni.

Brent­ford er áfram í 12. sæti deild­ar­inn­ar og nú með 42 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert