Stórmeistarajafntefli í Manchester-slagnum

Ruben Dias og Rasmus Höjlund í baráttunni.
Ruben Dias og Rasmus Höjlund í baráttunni. AFP/Darren Staples

Manchester United og Manchester City skildu jöfn, 0:0, í ná­granna­slag í ensku úr­vals­deild karla í knatt­spyrnu í kvöld.

City sit­ur í fimmta sæti deild­ar­inn­ar með 52 stig en United er í 13. sæti með 38 stig.

Heima­menn voru hættu­legri þrátt fyr­ir að vera minna með bolt­ann. United-menn voru þétt­ir fyr­ir og skipu­lagðir, leyfðu City að halda í bolt­ann og beittu síðan skynd­isókn­um sem skapaði oft mikla hættu.

Al­ej­andro Garnacho fékk besta færi fyrri hálfleiks­ins eft­ir góða fyr­ir­gjöf frá Di­ogo Dalot en Arg­entínumaður­inn mis­reiknaði bolt­ann og náði ekki að skalla hann.

Marka­laust í hálfleik.

Líkt og fyrri hálfleik­ur­inn var sá seinni nokkuð ró­leg­ur. City-menn voru meira með bolt­ann en náðu ekki að skapa sér færi.

Phil Fod­en fékk besta færi City snemma í síðari hálfleik. Bolt­inn hrökk fyr­ir Fod­en í teign­um en hann var of lengi að at­hafna sig og náði Noussa­ir Mazra­oui að trufla skot Eng­lend­ings­ins sem fór fram­hjá mark­inu.

Besta færi United-manna í síðari hálfleik fékk Jos­hua Zirkzee þegar rúm­ur stund­ar­fjórðung­ur var eft­ir. Dan­inn Pat­rick Dorgu lagði bolt­ann út á Zirkzee sem skaut en Eder­son varði vel frá hon­um.

Fleira markvert gerðist ekki og lok­aniðurstaða því marka­laust jafn­tefli.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Man. United 0:0 Man. City opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert