Klaufaleg mistök Liverpool-manna í tapi (myndskeið)

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Li­verpool tapaði 3:2 gegn Ful­ham á úti­velli í 31. um­ferð í ensku úr­vals­deild karla í knatt­spyrnu í dag.

    Al­ex­is Mac Allister kom Li­verpool yfir með glæsi­legu marki eft­ir aðeins stund­ar­fjórðung en eft­ir það hrundi allt hjá toppliðinu.

    Curt­is Jo­nes fékk bolt­ann í sig og Ryan Sessegnon skoraði jöfn­un­ar­mark Ful­ham á 23. mín­útu. Andrew Robert­son átti lé­lega þversend­ingu, Alex Iwobi vann bolt­ann og skoraði stuttu eft­ir það. Virgil van Dijk mistókst að hreinsa háan bolta og Rodrigo Mun­iz skoraði þriðja mark Ful­ham í fyrri hálfleik.

    Luis Diaz minnkaði mun­inn en það var ekki nóg.

    Mörk­in og fleiri svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­starfi við Sím­ann Sport.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert