This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Liverpool tapaði 3:2 gegn Fulham á útivelli í 31. umferð í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
Alexis Mac Allister kom Liverpool yfir með glæsilegu marki eftir aðeins stundarfjórðung en eftir það hrundi allt hjá toppliðinu.
Curtis Jones fékk boltann í sig og Ryan Sessegnon skoraði jöfnunarmark Fulham á 23. mínútu. Andrew Robertson átti lélega þversendingu, Alex Iwobi vann boltann og skoraði stuttu eftir það. Virgil van Dijk mistókst að hreinsa háan bolta og Rodrigo Muniz skoraði þriðja mark Fulham í fyrri hálfleik.
Luis Diaz minnkaði muninn en það var ekki nóg.
Mörkin og fleiri svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.