Mætir Klopp loksins á Anfield?

Jürgen Klopp hefur ekki mætt á leik á Anfield síðan …
Jürgen Klopp hefur ekki mætt á leik á Anfield síðan hann hætti. AFP/Paul Ellis

Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Li­verpool hef­ur boðið fyrr­ver­andi stjóra sín­um Jür­gen Klopp á loka­leik liðsins á tíma­bil­inu í ensku úr­vals­deild­inni gegn Crystal Palace 25. maí.

Hinn 57 ára gamli Klopp hef­ur enn ekki mætt á An­field síðan hann hætti með Li­verpool eft­ir átta og hálft ár í starfi í maí á síðasta ári.

Klopp verður viðstadd­ur kvöld­verð fyr­ir stuðnings­menn í dóm­kirkj­unni í Li­verpool tveim­ur dög­um fyrr. Ekki er þó víst hvort Þjóðverj­inn samþykki einnig að mæta á leik­inn.

„Við sjá­um til. Ég vildi ekki mæta fyrr, því ég var hrædd­ur um að ég kæmi með ógæfu. Það er lík­legra að ég mæti ef tit­ill­inn er í höfn,“ sagði Klopp á góðgerðasam­komu í Suður-Afr­íku á dög­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert