Egypski knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, er kominn langt með að samþykkja nýjan samning hjá félaginu.
Hinn áreiðanlegi Paul Joyce hjá The Times greinir frá og The Guardian greinir sömuleiðis frá.
Samningur Salah við Liverpool er að renna út í sumar og hafa viðræður um nýjan samning gengið erfiðlega á tímabilinu.
Nú loks virðist hann og félagið hins vegar hafa komist yfir hjalla og samkvæmt Times eru báðir aðilar bjartsýnir á að samkomulag um að framlengja dvöl Salah hjá félaginu enn frekar náist. Hann hefur leiki með liðinu frá árinu 2017.
Einnig er talið líklegt að fyrirliðinn Virgil van Dijk framlengi samning sinn við félagið eftir að hann sagði í vikunni að viðræðum um nýjan samning miðaði áfram.