Salah við það að skrifa undir

Útlit er fyrir að Mohamed Salah verði áfram í herbúðum …
Útlit er fyrir að Mohamed Salah verði áfram í herbúðum Liverpool. AFP/Oli Scarff

Egypski knatt­spyrnumaður­inn Mohamed Salah, sókn­ar­maður Li­verpool, er kom­inn langt með að samþykkja nýj­an samn­ing hjá fé­lag­inu.

Hinn áreiðan­legi Paul Joyce hjá The Times grein­ir frá og The Guar­di­an grein­ir sömu­leiðis frá.

Samn­ing­ur Salah við Li­verpool er að renna út í sum­ar og hafa viðræður um nýj­an samn­ing gengið erfiðlega á tíma­bil­inu.

Nú loks virðist hann og fé­lagið hins veg­ar hafa kom­ist yfir hjalla og sam­kvæmt Times eru báðir aðilar bjart­sýn­ir á að sam­komu­lag um að fram­lengja dvöl Salah hjá fé­lag­inu enn frek­ar ná­ist. Hann hef­ur leiki með liðinu frá ár­inu 2017.

Einnig er talið lík­legt að fyr­irliðinn Virgil van Dijk fram­lengi samn­ing sinn við fé­lagið eft­ir að hann sagði í vik­unni að viðræðum um nýj­an samn­ing miðaði áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka