Liverpool vildi of mikið frá Barcelona

Luis Díaz er samningsbundinn Liverpool til 2027.
Luis Díaz er samningsbundinn Liverpool til 2027. AFP/Henry Nicholls

Barcelona kaup­ir að öll­um lík­ind­um ekki kól­umb­íska knatt­spyrnu­mann­inn Luis Díaz af Li­verpool í sum­ar eft­ir að í ljós kom hvert kaup­verðið yrði.

Þetta seg­ir spænski íþrótta­fjöl­miðill­inn Sport en Díaz er samn­ings­bund­inn Li­verpool til sum­ars­ins 2027 og fé­lagið er sagt vilja fá 65 millj­ón­ir punda fyr­ir hann, fari hann frá fé­lag­inu að þessu tíma­bili lokn­um.

Sport seg­ir að þessi upp­hæð sé alltof há fyr­ir Barcelona en nú megi vænta þess að sádi­ar­ab­ísku fé­lög­in Al Ahli og Al Naddr reyni að fá kant­mann­inn öfl­uga í sín­ar raðir.

Díaz er 28 ára gam­all og kom til Li­verpool frá Porto í Portúgal í árs­byrj­un 2022 fyr­ir 37,5 millj­ón­ir punda. Hann hef­ur á yf­ir­stand­andi tíma­bili  skorað 14 mörk í öll­um mót­um og átt átta stoðsend­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert