Stórkostlegar fréttir fyrir Liverpool

Virgil van Dijk verður að öllum líkindum leikmaður Liverpool næstu …
Virgil van Dijk verður að öllum líkindum leikmaður Liverpool næstu tvö tímabil. AFP/Oli Scarff

Knatt­spyrnu­menn­irn­ir Virgil van Dijk og Mo Salah, tveir af bestu leik­mönn­um Li­verpool und­an­far­in ár, eru svo gott sem bún­ir að samþykkja nýj­an samn­ing hjá fé­lag­inu.

BBC grein­ir frá að varn­ar­maður­inn van Dijk og sókn­ar­maður­inn Salah muni skrifa und­ir tveggja ára samn­inga á allra næstu dög­um.

Hafa þeir báðir átt í löng­um samn­ingaviðræðum við fé­lagið og leit út á tíma­bili að þeir væru báðir á för­um frá fé­lag­inu.

Nú er hins veg­ar breyt­ing á og í frétt BBC kem­ur fram að eitt­hvað stór­kost­legt þurfi að ger­ast til að þeir verði ekki báðir leik­menn enska fé­lags­ins næstu tvö árin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka