Vilja ná markverðinum frá Liverpool

Alisson Becker hefur varið mark Liverpool í sjö ár.
Alisson Becker hefur varið mark Liverpool í sjö ár. AFP/Oli Scarff

Tyrk­neska knatt­spyrnu­fé­lagið Galatas­aray hyggst reyna að kaupa bras­il­íska markvörðinn Al­isson Becker af Li­verpool í sum­ar.

Tyrk­neski fjöl­miðill­inn Sa­bah skýr­ir frá þessu í dag og seg­ir að þar sem georgíski markvörður­inn Gi­orgi Mamar­dashvili komi til enska fé­lags­ins í sum­ar séu meiri mögu­leik­ar en áður að Li­verpool sé til­búið til að selja Al­isson, sem er með samn­ing til sum­ars­ins 2027.

Al­isson er 32 ára gam­all og kom til Li­verpool frá Roma fyr­ir sjö árum. Hann hef­ur spilað 222 úr­vals­deild­ar­leiki fyr­ir fé­lagið og sam­tals 291 móts­leik en Bras­il­íumaður­inn hef­ur verið tal­inn í hópi bestu markv­arða heims und­an­far­in ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka