Beygðu reglurnar fyrir Salah – rosaleg laun

Mo Slaha líður vel hjá Liverpool.
Mo Slaha líður vel hjá Liverpool. AFP/Paul Ellis

Mohamed Salah skrifaði í dag und­ir nýj­an tveggja ára samn­ing við enska knatt­spyrnu­fé­lagið Li­verpool eft­ir lang­ar viðræður. 

Með samn­ingstil­boðinu beygðu eig­end­ur fé­lags­ins regl­ur inn­an þess en aðal­eig­and­inn FSG hef­ur haft það sem reglu að bjóða leik­mönn­um sem eru komn­ir yfir þrítugt ekki lengri samn­ing en til eins árs.

Salah krafðist þess hins veg­ar að fá tveggja ára samn­ing og því dróg­ust viðræðurn­ar á lang­inn. Egypt­inn mun áfram þéna 350 þúsund pund á viku eða tæp­ar 62 millj­ón­ir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert