Mohamed Salah skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við enska knattspyrnufélagið Liverpool eftir langar viðræður.
Með samningstilboðinu beygðu eigendur félagsins reglur innan þess en aðaleigandinn FSG hefur haft það sem reglu að bjóða leikmönnum sem eru komnir yfir þrítugt ekki lengri samning en til eins árs.
Salah krafðist þess hins vegar að fá tveggja ára samning og því drógust viðræðurnar á langinn. Egyptinn mun áfram þéna 350 þúsund pund á viku eða tæpar 62 milljónir króna.