Salah búinn að framlengja við Liverpool

Mohamed Salah.
Mohamed Salah. AFP

Egypski fram­herj­inn Mohamed Salah hef­ur skrifað und­ir nýj­an tveggja ára samn­ing við Li­verpool en frá þessu grein­ir fé­lagið á heimasíðu sinni.

Fyrri samn­ing­ur hans átti að renna út í sum­ar og síðustu mánuði hafa verið vanga­velt­ur um að hann væri á leið til Sádi-Ar­ab­íu.

Salah, sem gekk í raðir Li­verpool frá Roma árið 2017, hef­ur á þess­um tíma skorað 243 mörk og lagt upp 109 í 394 leikj­um fyr­ir fé­lagið. Á þessu tíma­bili hef­ur hann skorað 32 mörk í öll­um keppn­um, þar af 27 í úr­vals­deild­inni en Li­verpool trón­ir á toppi deild­ar­inn­ar og fátt sem get­ur komið í veg fyr­ir að liðið hampi 20. meist­ara­titl­in­um.

„Ég skrifaði und­ir vegna þess að ég tel að við eig­um mögu­leika á að vinna fleiri titla og ég vil njóta fót­bolt­ans. Ég hef spilað átta ár hér, von­andi verða það tíu. Ég nýt lífs­ins hér, nýt þess að spila fót­bolta. Ég hef átt bestu árin á ferl­in­um hér,“ sagði Salah eft­ir að hann skrifaði und­ir samn­ing­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert