Þau elska Liverpool

Mohamed Salah verður hjá Liverpool næstu tvö árin.
Mohamed Salah verður hjá Liverpool næstu tvö árin. AFP/Paul Ellis

Mohamed Salah skrifaði und­ir nýj­an tveggja ára samn­ing við Li­verpool fyrr í dag eft­ir margra mánaða óvissu. 

Salah hef­ur átt magnað tíma­bil með liði Li­verpool sem nálg­ast Eng­lands­meist­ara­titil­inn óðfluga. 

Mel­issa Red­dy, blaðamaður hjá SkySports og ein sú áreiðan­leg­asta þegar kem­ur að Li­verpool, seg­ir að meira hafi spilað inn í ákvörðun Salah held­ur en fót­bolt­inn. 

„Þetta er ekki bara upp á fót­bolt­ann að gera held­ur miklu meira en það. Salah finnst fólkið í Li­verpool skilja hann. Þau elska hann og það sem hann legg­ur á sig fyrr fé­lagið. Hon­um finnst hann vera einn af þeim. Stuðnings­menn­irn­ir tóku vel á móti hon­um frá fyrsta degi. 

Síðan elsk­ar fjöl­skyld­an hans líka Li­verpool. Dæt­ur hans ólust þar upp, þær þekkja ekk­ert annað,“ sagði Red­dy. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert