Mohamed Salah skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Liverpool fyrr í dag eftir margra mánaða óvissu.
Salah hefur átt magnað tímabil með liði Liverpool sem nálgast Englandsmeistaratitilinn óðfluga.
Melissa Reddy, blaðamaður hjá SkySports og ein sú áreiðanlegasta þegar kemur að Liverpool, segir að meira hafi spilað inn í ákvörðun Salah heldur en fótboltinn.
„Þetta er ekki bara upp á fótboltann að gera heldur miklu meira en það. Salah finnst fólkið í Liverpool skilja hann. Þau elska hann og það sem hann leggur á sig fyrr félagið. Honum finnst hann vera einn af þeim. Stuðningsmennirnir tóku vel á móti honum frá fyrsta degi.
Síðan elskar fjölskyldan hans líka Liverpool. Dætur hans ólust þar upp, þær þekkja ekkert annað,“ sagði Reddy.