This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Belginn Kevin De Bruyne minnti rækilega á sig í sigri Manchester City á Crystal Palace, 5:2, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Ethiad-leikvanginum í Manchester í dag.
De Bruyne skoraði og lagði upp en Crystal Palace komst snemma í 2:0 eftir mörk frá Eberechi Eze og Chris Richards.
De Bruyne minnkaði muninn úr aukaspyrnu og Omar Marmoush jafnaði metin. Matteo Kovacic kom síðan City yfir í byrjun seinni hálfleiks og þeir ungu James McAtee og Nico O'Reilly bætu við síðustu tveimur mörkum City.
Svipmyndir úr leiknum á sjá í spilranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.