This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Brasilíumaðurinn Murillo gerði dýrkeypt mistök í sigri Everton á Nottingham Forest, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Nottingham í dag.
Murillo tapaði boltanum undir blálok leiks og Everton fór í skyndisókn sem endaði með sigurmarki frá Abdoulaye Doucouré. Þetta gæti haft áhrif á Forest í Meistaradeildarbaráttunni en liðin fyrir aftan fara að nálgast.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.