Enn eitt jafnteflið hjá Arsenal

Mikkel Damsgaard úr Brentford, t.v., og Thomas Partey í baráttunni …
Mikkel Damsgaard úr Brentford, t.v., og Thomas Partey í baráttunni í dag. AFP/Adrian Dennis

Arsenal tók á móti Brent­ford í 32. um­ferð Ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar og lauk leikn­um með 1:1 jafn­tefli.

Eft­ir leik­inn er Arsenal í öðru sæti með 63 stig, tíu stig­um á eft­ir Li­verpool sem nálg­ast þar með enn enska meist­ara­titil­inn. Úrslit­in þýða að nú þarf Li­verpool aðeins í mesta lagi níu stig í viðbót úr síðustu sjö leikj­um sín­um til að tryggja sér meist­ara­titil­inn og mæt­ir West Ham á An­field á morg­un. Brent­ford er í 11. sæti með 43.

Leik­ur­inn fór ansi ró­lega af stað og gerðist ekk­ert markvert fyrstu 20 mín­út­ur leiks­ins. Kri­stof­fer Ajer fékk fyrsta al­vöru færi leiks­ins þegar hann komst í fínt færi en skot hans slakt og varði Dav­id Raya auðveld­lega.

Á 26. mín­útu leiks­ins skoraði Arsenal mark sem var dæmt af. Þar var að verki Kier­an Tier­ney sem skallaði bolt­ann í netið en hann var rang­stæður þegar bolt­inn kom fyr­ir markið.

Oleks­andr Zinchen­ko kom sér í gott skot­færi á 33 mín­útu en skot hans varði Mark Flekk­an markvörður Brent­ford. Bolt­inn var þó á leiðinni fram­hjá.

Á 45. mín­útu átti Le­andro Tross­ard fast skot að marki Brent­ford en Mark Flekk­en kom í veg fyr­ir að Arsenal næði for­ystu.

Staðan í hálfleik 0:0.

Seinni hálfleik­ur byrjaði al­veg jafn ró­lega og sá fyrri. Arsenal var mun meira með bolt­ann en náði ekki að skapa sér neitt markvert fram­an af seinni hálfleik.

Thom­as Par­t­ey skoraði fyr­ir Arsenal á 61. mín­útu leiks­ins. Markið kom eft­ir skynd­isókn þar sem Dav­id Raya hand­samaði bolt­ann eft­ir horn­spyrnu Brent­ford. Hann kom bolt­an­um strax á Decl­an Rice sem keyrði upp miðjan völl­inn upp að víta­teig gest­anna, gaf bolt­ann til hægri á Par­t­ey sem skaut föstu skoti að marki Brent­ford og fór bolt­inn yfir höfuð Mark Flekk­en. Staðan 1:0 fyr­ir Arsenal.

Arsenal gerði þre­falda skipt­ingu strax eft­ir markið og stuttu seinna gerðu þeir fjórðu skipt­ing­una þegar Thom­as Par­t­ey fór af velli fyr­ir Jurrien Timber. Á sama tíma gerði Brent­ford tvö­falda skipt­ingu.

Brent­ford jafnaði leik­inn á 74 mín­útu leiks­ins þegar Yoa­ne Wissa skoraði eft­ir send­ingu frá Nath­an Coll­ins. Staðan 1:1.

Arsenal gerði sína fimmtu skipt­ingu þegar á 75. mín­útu þegar Decl­an Rice fór af velli og Mikel Mer­ino kom inn á. Það átti eft­ir að draga dilk á eft­ir sér fyr­ir Mikel Arteta því á 86. mín­útu meidd­ist Jorg­in­ho og þurfti hann að fara af velli. Léku leik­menn Arsenal því manni færri það sem eft­ir lifði leiks.

Ekk­ert fleira markvert gerðist í leikn­um og lauk hann með 1:1 jaf­tefli í held­ur bragðdauf­um leik á Emira­tes í London.

Arsenal 1:1 Brent­ford opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka