Everton hafði betur gegn Nottingham Forest, 1:0, í 32. umferð í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
Forest er í þriðja sæti deildarinnar með 57 stig og Everton er í 14. sæti með 38 stig.
Abdoulaye Doucouré skoraði sigurmark Everton á fjórðu mínútu uppbótartímans eftir stoðsendingu frá Dwight McNeil.
Aston Villa sigraði Southampton 3:0 og fór upp í fjórða sæti deildarinnar en liðið er með 54 stig. Southampton er á botni deildarinnar með aðeins 10 stig og er fallið úr deildinni.
Ollie Watkins, Donyell Malen og John McGinn skoruðu mörk Villa. Marco Asensio fékk tvö góð tækifæri til þess að skora líka en Aaron Ramsdale, markmaður Southampton, varði tvö víti frá honum.
Brighton og Leicester City gerðu 2:2-jafntefli á heimavelli Brighton í dag.
Joao Pedro kom Brighton yfir á 31. mínútu eftir vítaspyrnu en Stephy Mavididi jafnaði metin stuttu fyrir hálfleik.
Pedro kom Brighton aftur yfir með vítaspyrnu á 55. mínútu en Memeh Caleb Okoli jafnaði metin á 74. mínútu og leikurinn endaði 2:2.