Everton stal sigrinum á lokamínútunum – Ramsdale varði tvö víti

Abdoulaye Doucoure að fagna markinu í dag.
Abdoulaye Doucoure að fagna markinu í dag. AFP/Darren Staples

Evert­on hafði bet­ur gegn Nott­ing­ham For­est, 1:0, í 32. um­ferð í ensku úr­vals­deild karla í knatt­spyrnu í dag. 

For­est er í þriðja sæti deild­ar­inn­ar með 57 stig og Evert­on er í 14. sæti með 38 stig.

Abdoulaye Doucou­ré skoraði sig­ur­mark Evert­on á fjórðu mín­útu upp­bót­ar­tím­ans eft­ir stoðsend­ingu frá Dwig­ht Mc­Neil.

Örugg­ur sig­ur Villa þrátt fyr­ir tvö víta­klúður

Ast­on Villa sigraði Sout­hampt­on 3:0 og fór upp í fjórða sæti deild­ar­inn­ar en liðið er með 54 stig. Sout­hampt­on er á botni deild­ar­inn­ar með aðeins 10 stig og er fallið úr deild­inni.

Ollie Watkins, Donyell Malen og John McG­inn skoruðu mörk Villa. Marco Asensio fékk tvö góð tæki­færi til þess að skora líka en Aaron Rams­dale, markmaður Sout­hampt­on, varði tvö víti frá hon­um.

Komust tvisvar yfir með víti en tókst ekki að vinna

Bright­on og Leicester City gerðu 2:2-jafn­tefli á heima­velli Bright­on í dag.

Joao Pedro kom Bright­on yfir á 31. mín­útu eft­ir víta­spyrnu en Step­hy Mavididi jafnaði met­in stuttu fyr­ir hálfleik.

Pedro kom Bright­on aft­ur yfir með víta­spyrnu á 55. mín­útu en Memeh Ca­leb Okoli jafnaði met­in á 74. mín­útu og leik­ur­inn endaði 2:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert