Kólumbíski knattspyrnumaðurinn Daniel Munoz mun framlengja samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace.
TheAthletic greinir frá þessu en hann er hægri bakvörður sem kom til félagsins frá belgíska félaginu Genk í janúar árið 2024.
Chelsea, Manchester City og Barcelona sýndu öll áhuga á því að fá leikmanninn en hann hefur staðið sig mjög vel á tímabilinu.