Fer ekki frá Palace

Daniel Munoz.
Daniel Munoz. AFP/Paul Ellis

Kól­umb­íski knatt­spyrnumaður­inn Daniel Munoz mun fram­lengja samn­ing sinn við enska úr­vals­deild­ar­fé­lagið Crystal Palace.

TheAthletic grein­ir frá þessu en hann er hægri bakvörður sem kom til fé­lags­ins frá belg­íska fé­lag­inu Genk í janú­ar árið 2024.

Chel­sea, Manchester City og Barcelona sýndu öll áhuga á því að fá leik­mann­inn en hann hef­ur staðið sig mjög vel á tíma­bil­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert