Liverpool nálgast Englandsmeistaratitilinn óðfluga eftir sigur á West Ham, 2:1, í 32. umferð ensku úrvalsdeildar karla í fótbolta á Anfield í Liverpool í dag.
Liverpool-liðið er nú með 13 stiga forskot á Arsenal þegar að sex umferðir eru eftir. Liðið þarf aðeins sex stig til að tryggja sér titilinn. West Ham er í 17. sæti með 35 stig.
Luis Díaz kom Liverpool yfir á 18. mínútu. Þá fékk hann utanfótarsendingu frá Mohamed Salah og setti boltann í opið netið, 1:0.
Eftir mark Liverpool var West Ham hættulegri og lék einn sinn besta leik á tímabilinu.
Mohammed Kudus og Jarrod Bowen fengu báðir góð færi en Alisson sá við þeim.
Á 86. mínútu jöfnuðu Hamrarnir hins metin. Þá átti Aaron Wan-Bissaka sendingu fyrir sem fyrirliðinn Virgil van Dijk setti í Andrew Robertson og þaðan fór boltinn í netið, sjálfsmark og staðan 1:1.
Van Dijk var þó ekki lengi að svara fyrir mistökin því þremur mínútum síðar kom hann Liverpool aftur í forystuna með skallamarki eftir fyrirgjöf frá Alexis Mac Allister, 2:1, og tryggði Liverpool sigurinn.
Liverpool heimsækir Leicester í næstu umferð en West Ham fær Southampton í heimsókn.