Liverpool tveimur sigrum frá titlinum

Virgil van Dijk fagnar sigurmarki sínu.
Virgil van Dijk fagnar sigurmarki sínu. AFP/Paul Ellis

Li­verpool nálg­ast Eng­lands­meist­ara­titil­inn óðfluga eft­ir sig­ur á West Ham, 2:1, í 32. um­ferð ensku úr­vals­deild­ar karla í fót­bolta á An­field í Li­verpool í dag.

Li­verpool-liðið er nú með 13 stiga for­skot á Arsenal þegar að sex um­ferðir eru eft­ir. Liðið þarf aðeins sex stig til að tryggja sér titil­inn. West Ham er í 17. sæti með 35 stig. 

Luis Díaz kom Li­verpool yfir á 18. mín­útu. Þá fékk hann ut­an­fót­ar­send­ingu frá Mohamed Salah og setti bolt­ann í opið netið, 1:0. 

Leikmenn Liverpool fagna marki Luis Díaz.
Leik­menn Li­verpool fagna marki Luis Díaz. AFP/​Paul Ell­is

Eft­ir mark Li­verpool var West Ham hættu­legri og lék einn sinn besta leik á tíma­bil­inu. 

Mohammed Kudus og Jarrod Bowen fengu báðir góð færi en Al­isson sá við þeim. 

Á 86. mín­útu jöfnuðu Hamr­arn­ir hins met­in. Þá átti Aaron Wan-Bissaka send­ingu fyr­ir sem fyr­irliðinn Virgil van Dijk setti í Andrew Robert­son og þaðan fór bolt­inn í netið, sjálfs­mark og staðan 1:1. 

Andrew Robertson brjálaður út í fyrirliðann Virgil van Dijk.
Andrew Robert­son brjálaður út í fyr­irliðann Virgil van Dijk. AFP/​Paul Ell­is

Van Dijk var þó ekki lengi að svara fyr­ir mis­tök­in því þrem­ur mín­út­um síðar kom hann Li­verpool aft­ur í for­yst­una með skalla­marki eft­ir fyr­ir­gjöf frá Al­ex­is Mac Allister, 2:1, og tryggði Li­verpool sig­ur­inn. 

Li­verpool heim­sæk­ir Leicester í næstu um­ferð en West Ham fær Sout­hampt­on í heim­sókn. 

Li­verpool 2:1 West Ham opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka