Newcastle vann góðan 4:1 sigur á liði Manchester United á St James Park í ensku úrvalsdeildinni í dag. Harvey Barnes gerði tvö mörk fyrir Newcastle í leiknum og þeir Sandro Tonali og Bruno Guimaraes gerðu eitt mark hvor. Alejandro Garnacho skoraði mark Manchester United.
Með sigrinum er Newcastle komið í fjórða sæti deildarinnar og þar með í Meistaradeildarsæti og liðið á leik til góða á hin liðin sem eru í baráttunni um þriðja, fjórða og fimmta sætið í deildinni en efstu fimm sætin í deildinni gefa sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.
Heimamenn byrjuðu leikinn með látum og strax á fyrstu mínútu leiksins komst Jacob Murphy í góða stöðu á hægri kantinum og átti góða sendingu fyrir markið en Victor Lindelöf kom boltanum frá á síðustu stundu. Það munaði samt litlu að gestirnir kæmust yfir á 12. mínútu leiksins en þá spiluðu Joshua Zirkzee og Bruno Fernandes sig í gegnum vörn Newcastle og átti Zirkzee fínt skot sem Nick Pope varði vel frá honum.
Það gerðist svo á 24. mínútu leiksins að Newcastle komst yfir en þá reyndu leikmenn Manchester United að spila sig út úr pressu heimamanna en það fór ekki vel. Kieran Tripper náði boltanum og átti fasta sendingu á Alexander Isak sem lyfti boltanum skemmtilega á Sandro Tonali og hann hamraði boltanum inn af stuttu færi. Fjórum mínútum síðar var Tonali nálægt því að koma Newcastle 2:0 en skot hans fór rétt framhjá.
Sóknarlega var ekki mikið að gerast hjá Manchester United í fyrri hálfleik en þeir náðu engu að síður að jafna metin á 37. mínútu en þá vann Manuel Ugarte boltann af Joelinton á miðjum vallarhelmingi Manchester United og kom boltanum á Diogo Dalot sem brunaði upp völlinn og átti fína sendngu á Alejandro Garnacho sem náði skoti á markð sem var alls ekki svo fast en það var nákvæmt því boltinn fór í stöngina og inn.
Leikmenn Newcastle byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og voru fljótir að komast yfir. Tino Livramento átti fínan sprett upp vinstri kantinn á 49. mínútu leiksins, fór auðveldlega framhjá Diogo Dalot og setti boltann fyrir markið en boltinn virtist vera á leiðinni útaf en á síðustu stundu kom Jacob Murphy á ferðinni og náði að negla boltanum fyrir markið og þar kom Harvey Barnes á ferðinni og setti boltann í netið af stuttu færi. Staðan orðin 2:1 og mikil gleði á St James Park.
Gleðin varð ennþá meiri hjá heimamönnum á 64. mínútu en þá rann Noussair Mazraoui á rassinn á miðjum vallarhelmingi Manchester United og Harvey Barnes tók af honum boltann og tók sprettinn að marki setti boltann smekklega framhjá Altay Bayindir í marki Manchester United og kom Newcastle í 3:1.
Á 77. mínútu leiksins var svo komið að Altay Bayindir að gefa heimamönnum mark en þá átti hann misheppnaða sendingu upp völlinn sem rataði beint á Joelinton en hann skallaði boltann á Bruno Guimaraes sem setti boltann í netið og kom Newcastle í 4:1. Það gerðist lítið eftir þetta og öruggur sigur Newcastle staðreynd.
Þessi úrslit þýða að Newcastle er komið í fjórða sæti deildarinnar með 56 stig og á leik til góða á Manchester City, Chelsea og Aston Villa sem koma í næstu sætum á eftir. Manchester United er í 14. sæti deildarinnar eftir þetta tap með 38 stig.
Næsti leikur Newcastle er heimaleikur gegn Crystal Palace á miðvikudaginn en þetta er leikur sem var frestað þegar Newcastle spilaði til úrslita í enska deildarbikarnum um miðjan mars. Næsta laugardag spilar liðið svo við Aston Villa á Villa Park í Birmingham.
Manchester United á leik á fimmtudaginn en þá leikur liðið við Lyon í Evrópudeildinni á Old Trafford en það er seinni leikur liðanna í 8-liða úrslitum. Fyrri leik liðanna fór 2:2. Manchester United mætir svo Wolves á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Newcastle | 4:1 | Man. United |
Opna lýsingu ![]() ![]() |
![]() ![]() |
---|---|---|---|---|
90. mín. Bruno Fernandes (Man. United) á skalla sem fer framhjá Skalli framhjá. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Liverpool | 33 | 24 | 7 | 2 | 75:31 | 44 | 79 |
2 | Arsenal | 34 | 18 | 13 | 3 | 63:29 | 34 | 67 |
3 | Manch. City | 34 | 18 | 7 | 9 | 66:43 | 23 | 61 |
4 | Nottingham F. | 33 | 18 | 6 | 9 | 53:39 | 14 | 60 |
5 | Newcastle | 33 | 18 | 5 | 10 | 62:44 | 18 | 59 |
6 | Chelsea | 33 | 16 | 9 | 8 | 58:40 | 18 | 57 |
7 | Aston Villa | 34 | 16 | 9 | 9 | 54:49 | 5 | 57 |
8 | Bournemouth | 33 | 13 | 10 | 10 | 52:40 | 12 | 49 |
9 | Fulham | 33 | 13 | 9 | 11 | 48:45 | 3 | 48 |
10 | Brighton | 33 | 12 | 12 | 9 | 53:53 | 0 | 48 |
11 | Brentford | 33 | 13 | 7 | 13 | 56:50 | 6 | 46 |
12 | Crystal Palace | 34 | 11 | 12 | 11 | 43:47 | -4 | 45 |
13 | Everton | 33 | 8 | 14 | 11 | 34:40 | -6 | 38 |
14 | Manch. Utd | 33 | 10 | 8 | 15 | 38:46 | -8 | 38 |
15 | Wolves | 33 | 11 | 5 | 17 | 48:61 | -13 | 38 |
16 | Tottenham | 33 | 11 | 4 | 18 | 61:51 | 10 | 37 |
17 | West Ham | 33 | 9 | 9 | 15 | 37:55 | -18 | 36 |
18 | Ipswich | 33 | 4 | 9 | 20 | 33:71 | -38 | 21 |
19 | Leicester | 33 | 4 | 6 | 23 | 27:73 | -46 | 18 |
20 | Southampton | 33 | 2 | 5 | 26 | 24:78 | -54 | 11 |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Liverpool | 33 | 24 | 7 | 2 | 75:31 | 44 | 79 |
2 | Arsenal | 34 | 18 | 13 | 3 | 63:29 | 34 | 67 |
3 | Manch. City | 34 | 18 | 7 | 9 | 66:43 | 23 | 61 |
4 | Nottingham F. | 33 | 18 | 6 | 9 | 53:39 | 14 | 60 |
5 | Newcastle | 33 | 18 | 5 | 10 | 62:44 | 18 | 59 |
6 | Chelsea | 33 | 16 | 9 | 8 | 58:40 | 18 | 57 |
7 | Aston Villa | 34 | 16 | 9 | 9 | 54:49 | 5 | 57 |
8 | Bournemouth | 33 | 13 | 10 | 10 | 52:40 | 12 | 49 |
9 | Fulham | 33 | 13 | 9 | 11 | 48:45 | 3 | 48 |
10 | Brighton | 33 | 12 | 12 | 9 | 53:53 | 0 | 48 |
11 | Brentford | 33 | 13 | 7 | 13 | 56:50 | 6 | 46 |
12 | Crystal Palace | 34 | 11 | 12 | 11 | 43:47 | -4 | 45 |
13 | Everton | 33 | 8 | 14 | 11 | 34:40 | -6 | 38 |
14 | Manch. Utd | 33 | 10 | 8 | 15 | 38:46 | -8 | 38 |
15 | Wolves | 33 | 11 | 5 | 17 | 48:61 | -13 | 38 |
16 | Tottenham | 33 | 11 | 4 | 18 | 61:51 | 10 | 37 |
17 | West Ham | 33 | 9 | 9 | 15 | 37:55 | -18 | 36 |
18 | Ipswich | 33 | 4 | 9 | 20 | 33:71 | -38 | 21 |
19 | Leicester | 33 | 4 | 6 | 23 | 27:73 | -46 | 18 |
20 | Southampton | 33 | 2 | 5 | 26 | 24:78 | -54 | 11 |