Onana hent úr hóp eftir mistökin

André Onana verður ekki í leikmannahóp Manchester United í dag.
André Onana verður ekki í leikmannahóp Manchester United í dag. AFP/Oli Scarff

André On­ana, markvörður Manchester United, ferðaðist ekki með liðinu til Newcastle þar sem United og Newcastle mæt­ast í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í dag.

On­ana gerði tvenn slæm mis­tök í jafn­tefli United og Lyon í átta liða úr­slit­um Sam­band­seild­ar Evr­ópu í vik­unni en leikn­um lauk með fjög­urra marka jafn­tefli, 2:2.

Mikið hef­ur verið rætt og ritað um André On­ana í vik­unni og fóru sögu­sagn­ir snemma á kreik um að Ru­ben Amorim, knatt­spyrn­u­stjóri United, myndi setja On­ana á bekk­inn í leikn­um gegn Newcastle.

Amorim var ekki sátt­ur með frammistöðu kam­erúnska markv­arðar­ins gegn Lyon og hef­ur nú tekið þá ákvörðun að skilja kapp­ann eft­ir heima á meðan liðsfé­lag­ar hans fara norður í land í leit að þrem­ur stig­um.

Áhuga­vert verður að sjá hvort On­ana komi aft­ur í markið í vik­unni þegar liðið spil­ar seinni leik­inn við Lyon í Sam­bands­deild­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka