André Onana, markvörður Manchester United, ferðaðist ekki með liðinu til Newcastle þar sem United og Newcastle mætast í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Onana gerði tvenn slæm mistök í jafntefli United og Lyon í átta liða úrslitum Sambandseildar Evrópu í vikunni en leiknum lauk með fjögurra marka jafntefli, 2:2.
Mikið hefur verið rætt og ritað um André Onana í vikunni og fóru sögusagnir snemma á kreik um að Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, myndi setja Onana á bekkinn í leiknum gegn Newcastle.
Amorim var ekki sáttur með frammistöðu kamerúnska markvarðarins gegn Lyon og hefur nú tekið þá ákvörðun að skilja kappann eftir heima á meðan liðsfélagar hans fara norður í land í leit að þremur stigum.
Áhugavert verður að sjá hvort Onana komi aftur í markið í vikunni þegar liðið spilar seinni leikinn við Lyon í Sambandsdeildinni.