Úlfarnir slökktu í fallbaráttunni

Jörgen Strand Larsen og félagar í Wolves fagna marki norska …
Jörgen Strand Larsen og félagar í Wolves fagna marki norska framherjans í dag. AFP/Justin Tallis

Wol­ves vann afar mik­il­væg­an sig­ur á Totten­ham í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í dag, 4:2, og slökkti þar með í fall­bar­áttu deild­ar­inn­ar. Á sama tíma þurfti Ipswich á sigri að halda en liðið gerði jafn­tefli við Chel­sea, 2:2.

Ray­an Ait Nouri kom Wol­ves yfir á 2. mín­útu leiks­ins í dag, áður en Djed Spence varð fyr­ir því óláni að skora sjálfs­mark fyr­ir Totten­ham á 38. mín­útu. Úlfarn­ir leiddu því með tveim­ur mörk­um í hálfleik.

Mat­hys Tel minnkaði mun­inn fyr­ir Totten­ham á 59. mín­útu en aðeins fimm mín­út­um síðar skoraði Jörgen Strand Lar­sen þriðja mark Úlf­anna.

Richarlison hleypti spennu í leik­inn með marki á 85. mín­útu en Mat­heus Cunha slökkti í von­um Totten­ham manna með marki aðeins mín­útu síðar og inn­siglaði hann þar með sig­ur Úlf­anna.

Wol­ves er eft­ir leik­inn í 16. sæti deild­ar­inn­ar með 35 stig en Totten­ham er aðeins sæti ofar með 37 stig.

Ipswich nán­ast fallið

Chel­sea tók á móti Ipswich í Lund­ún­um í dag og endaði leik­ur­inn með fjög­urra marka jafn­tefli, 2:2.

Gest­irn­ir komust í tveggja marka for­ystu í fyrri hálfleik með mörk­um frá Ju­liu Enciso og Ben John­son.

Axel Tuanze­be varð fyr­ir því óláni að setja bolt­ann í eigið net og hleypti það mark Chel­sea inn aft­ur inn í leik­inn.

Heima­menn gengu á lagið og skoraði Jadon Sancho jöfn­un­ar­mark liðsins eft­ir und­ir­bún­ing hjá Cole Pal­mer.

Chel­sea þurfti nauðsyn­lega á sigri að halda í Meist­ara­deild­ar­bar­áttu sinni en liðið er nú í 5. sæti með 54 stig. Ipswich er hins­veg­ar í 18. sæti með 21 stig, fjórt­an stig­um frá ör­uggu sæti þegar aðeins átján stig eru í pott­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert