Hræðilegur árangur Amorims

Rúben Amorim er í alls kyns brasi með Manchester United.
Rúben Amorim er í alls kyns brasi með Manchester United. AFP/Andy Buchanan

Portúgal­inn Rú­ben Amorim hef­ur farið af­leit­lega af stað sem knatt­spyrn­u­stjóri karlaliðs Manchester United. 

Manchester United tapaði fyr­ir Newcastle, 4:1, í ensku úr­vals­deild­inni í gær en liðið er í 14. sæti deild­ar­inn­ar með 38 stig.

Amorim hef­ur hingað til stýrt United í 21 leik á tíma­bil­inu en liðið hef­ur unnið aðeins se xþeirra, gert fimm jafn­tefli og tapað tíu. 

Þá var Manchester United aðeins fjór­um stig­um frá efstu fjór­um þegar Amorim tók við en nú finn­ur liðið sig 18 stig­um frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert