Portúgalinn Rúben Amorim hefur farið afleitlega af stað sem knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United.
Manchester United tapaði fyrir Newcastle, 4:1, í ensku úrvalsdeildinni í gær en liðið er í 14. sæti deildarinnar með 38 stig.
Amorim hefur hingað til stýrt United í 21 leik á tímabilinu en liðið hefur unnið aðeins se xþeirra, gert fimm jafntefli og tapað tíu.
Þá var Manchester United aðeins fjórum stigum frá efstu fjórum þegar Amorim tók við en nú finnur liðið sig 18 stigum frá.