Newcastle vann Manchester United í báðum leikjum liðanna í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í fyrsta sinn í 94 ár.
Newcastle fór illa með United, 4:1, í Newcastle í gær en liðið er í fantaformi og líklegt til að ná Meistaradeildarsæti. Manchester United er hins vegar í alls kyns vandræðum í 14. sæti.
Newcastle hafði ekki unnið United í báðum leikjum í efstu deild Englands síðan tímabilið 1930-1931 eða fyrir næstum hundrað árum síðan.