Í fyrsta sinn í 94 ár

Harvey Barnes skoraði tvö mörk gegn Manchester United.
Harvey Barnes skoraði tvö mörk gegn Manchester United. AFP/Andy Buchanan

Newcastle vann Manchester United í báðum leikj­um liðanna í ensku úr­vals­deild karla í knatt­spyrnu í fyrsta sinn í 94 ár. 

Newcastle fór illa með United, 4:1, í Newcastle í gær en liðið er í fanta­formi og lík­legt til að ná Meist­ara­deild­ar­sæti. Manchester United er hins veg­ar í alls kyns vand­ræðum í 14. sæti. 

Newcastle hafði ekki unnið United í báðum leikj­um í efstu deild Eng­lands síðan tíma­bilið 1930-1931 eða fyr­ir næst­um hundrað árum síðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert