Króatinn Luka Modric, fyrirliði spænska knattspyrnustórveldisins Real Madrid, hefur eignast hlut í enska félaginu Swansea.
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá.
Modric verður nú einn af eigendum félagsins en hann vill halda áfram að spila fyrir Real Madrid, þó hann verði fertugur á árinu.
Swansea leikur í ensku B-deildinni en Gylfi Þór Sigurðsson er markahæsti leikmaður í sögu félagsins í efstu deild.