Rashford á óvæntan stað?

Marcus Rashford.
Marcus Rashford. AFP/Paul Ellis

Enski knatt­spyrnumaður­inn Marcus Rash­ford gæti gengið til liðs við Crystal Palace ef Ast­on Villa kaup­ir hann ekki í sum­ar. 

SkySports seg­ir frá en Rash­ford er á láni hjá Villa frá upp­eld­is­fé­lagi sínu Manchester United út tíma­bilið. 

Hann hef­ur staðið sig nokkuð vel hjá Villa og komið að sjö mörk­um í 14 leikj­um. 

Sam­kvæmt miðlin­um vill Crystal Palace, sem hef­ur ekki verið áður nefnt, fá Rash­ford í sín­ar raðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert