Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford gæti gengið til liðs við Crystal Palace ef Aston Villa kaupir hann ekki í sumar.
SkySports segir frá en Rashford er á láni hjá Villa frá uppeldisfélagi sínu Manchester United út tímabilið.
Hann hefur staðið sig nokkuð vel hjá Villa og komið að sjö mörkum í 14 leikjum.
Samkvæmt miðlinum vill Crystal Palace, sem hefur ekki verið áður nefnt, fá Rashford í sínar raðir.