Semenyo hetja Bournemouth

Antoine Semenyo skorar sigurmark Bournemouth.
Antoine Semenyo skorar sigurmark Bournemouth. AFP/Glyn Kirk

Antoine Semenyo reynd­ist hetja Bour­nemouth þegar liðið tók á móti Ful­ham í 32. um­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í fót­bolta í Bour­nemouth í kvöld.

Leikn­um lauk með naum­um sigri Bour­nemouth, 1:0, en Semenyo skoraði sig­ur­mark leiks­ins á strax á 1. mín­útu leiks­ins. 

Bour­nemouth fer með sigr­in­um upp í átt­unda sæti deild­ar­inn­ar í 48 stig, líkt og Ful­ham sem er í ní­unda sæt­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert