Antoine Semenyo reyndist hetja Bournemouth þegar liðið tók á móti Fulham í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Bournemouth í kvöld.
Leiknum lauk með naumum sigri Bournemouth, 1:0, en Semenyo skoraði sigurmark leiksins á strax á 1. mínútu leiksins.
Bournemouth fer með sigrinum upp í áttunda sæti deildarinnar í 48 stig, líkt og Fulham sem er í níunda sætinu.