Stjóri Newcastle með lungnabólgu

Eddie Howe er með lugnabólgu.
Eddie Howe er með lugnabólgu. AFP/Darren Staples

Eddie Howe, knatt­spyrn­u­stjóri Newcastle United á Englandi, verður ekki á hliðarlín­unni er liðið mæt­ir Crystal Palace á heima­velli og Ast­on Villa á úti­velli í ensku úr­vals­deild­inni vegna veik­inda.

Howe var lagður inn á sjúkra­hús fyr­ir helgi og var ekki á hliðarlín­unni er Newcastle vann sann­fær­andi sig­ur á Manchester United í gær, 4:1, á heima­velli.

Sky grein­ir frá að Howe sé með lungna­bólgu en hann stefn­ir á að vera á hliðarlín­unni er Newcastle fær Ipswich í heim­sókn 26. apríl næst­kom­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka