Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle United á Englandi, verður ekki á hliðarlínunni er liðið mætir Crystal Palace á heimavelli og Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeildinni vegna veikinda.
Howe var lagður inn á sjúkrahús fyrir helgi og var ekki á hliðarlínunni er Newcastle vann sannfærandi sigur á Manchester United í gær, 4:1, á heimavelli.
Sky greinir frá að Howe sé með lungnabólgu en hann stefnir á að vera á hliðarlínunni er Newcastle fær Ipswich í heimsókn 26. apríl næstkomandi.