Stjórinn mætti á barinn með stuðningsmönnum

Leikmenn Wolves fagna sigrinum í gær.
Leikmenn Wolves fagna sigrinum í gær. AFP/Justin Tallis

Portúgal­inn Vitor Pereira, knatt­spyrn­u­stjóri karlaliðs Wol­ves, mætti á bar­inn og fékk sér bjór með stuðnings­mönn­um Úlf­anna eft­ir sig­ur á Totten­ham, 4:2, í ensku úr­vals­deild­inni í gær. 

Wol­ves er búið að vinna fjóra og gera eitt jafn­tefli í síðustu fimm leikj­um. 

Pereira er í miklu upp­á­haldi hjá stuðnings­mönn­um Wol­ves en hann tók við liðinu í erfiðri stöðu fyrr á tíma­bil­inu. 

Vitor Pereira.
Vitor Pereira. AFP/​Just­in Tall­is

Hann varð enn vin­sælli í gær þegar hann kíkti á bar­inn, faðmaði stuðnings­menn og fór að fagna með þeim. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert