Portúgalinn Vitor Pereira, knattspyrnustjóri karlaliðs Wolves, mætti á barinn og fékk sér bjór með stuðningsmönnum Úlfanna eftir sigur á Tottenham, 4:2, í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Wolves er búið að vinna fjóra og gera eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum.
Pereira er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Wolves en hann tók við liðinu í erfiðri stöðu fyrr á tímabilinu.
Hann varð enn vinsælli í gær þegar hann kíkti á barinn, faðmaði stuðningsmenn og fór að fagna með þeim.
Incredible 👏🤣🤣 pic.twitter.com/zz2KRETIFi https://t.co/gLNnxKzctj
— george (@StokeyyG2) April 14, 2025