United skákaði City og mætir Chelsea

Leikmenn og starfslið Manchester United fagna sigrinum í gær.
Leikmenn og starfslið Manchester United fagna sigrinum í gær. Ljósmynd/@ManUtdWomen

Manchester United tryggði sér sæti í úr­slita­leik ensku bik­ar­keppn­inn­ar í knatt­spyrnu kvenna með því að leggja ná­granna sína í Manchester City að velli, 2:0, í undanúr­slit­um í gær.

Man. United er ríkj­andi bikar­meist­ari og fær tæki­færi til þess að verja titil­inn í úr­slita­leik á Wembley gegn Chel­sea, sem lagði Li­verpool 2:1 í hinum undanúr­slita­leikn­um á laug­ar­dag.

Cel­in Bizet og Grace Cl­int­on skoruðu mörk Man. United í gær.

Í leik Chel­sea og Li­verpool skoraði Aggie Beever-Jo­nes drama­tískt sig­ur­mark á fjórðu mín­útu upp­bót­ar­tíma. Oli­via Smith hafði komið Li­verpool yfir og Erin Cut­h­bert jafnað met­in fyr­ir Chel­sea und­ir lok fyrri hálfleiks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka