Spænski knattspyrnumaðurinn Antonio Cordero mun ganga í raðir enska félagsins Newcastle eftir tímabilið frá Málaga í heimalandinu.
Barcelona og Real Madrid höfðu einnig áhuga á Spánverjanum, sem er aðeins 18 ára, en hann kaus frekar að fara til Newcastle.
Cordero verður samningslaus eftir leiktíðina og fær Newcastle leikmanninn því á frjálsri sölu en þarf þó að greiða uppeldisbætur.
Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gamall hefur Cordero leikið 46 deildarleiki með Málaga og skorað í þeim sex mörk. Þá hefur hann leikið með U18 og U19 ára landsliðum þjóðar sinnar.