Hafnaði Barcelona og Real og fer til Englands

Antonio Cordero verður leikmaður Newcastle frá og með næsta tímabili.
Antonio Cordero verður leikmaður Newcastle frá og með næsta tímabili. Ljósmynd/Málaga CF

Spænski knatt­spyrnumaður­inn Ant­onio Cor­dero mun ganga í raðir enska fé­lags­ins Newcastle eft­ir tíma­bilið frá Málaga í heima­land­inu.

Barcelona og Real Madrid höfðu einnig áhuga á Spán­verj­an­um, sem er aðeins 18 ára, en hann kaus frek­ar að fara til Newcastle.

Cor­dero verður samn­ings­laus eft­ir leiktíðina og fær Newcastle leik­mann­inn því á frjálsri sölu en þarf þó að greiða upp­eld­is­bæt­ur.

Þrátt fyr­ir að vera aðeins 18 ára gam­all hef­ur Cor­dero leikið 46 deild­ar­leiki með Málaga og skorað í þeim sex mörk. Þá hef­ur hann leikið með U18 og U19 ára landsliðum þjóðar sinn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert