Stjóri Newcastle í veikindaleyfi út tímabilið?

Eddie Howe gæti verið frá keppni út tímabilið.
Eddie Howe gæti verið frá keppni út tímabilið. AFP/Glyn Kirk

Eddie Howe, knatt­spyrn­u­stjóri Newcastle á Englandi, hef­ur verið að glíma við veik­indi und­an­farna daga. Hann var ekki á hliðarlín­unni er liðið sigraði Manchester United í ensku úr­vals­deild­inni á laug­ar­dag vegna lungna­bólgu.

Óvíst er hve lengi Howe verður í veik­inda­leyfi en ljóst er að hann verður ekki klár í slag­inn er Newcastle mæt­ir Crystal Palace á heima­velli annað kvöld né þegar liðið mæt­ir Ast­on Villa á úti­velli næst­kom­andi laug­ar­dag.

Í versta falli er tíma­bilið búið hjá Howe. Ja­son Tindall aðstoðarmaður hans er klár í að stýra liðinu út tíma­bilið, sé þörf á því.

„Það er ekki kom­in nein ná­kvæm tíma­setn­ing á hvenær hann snýr aft­ur. Ég er klár í að fylla í skarðið hans á meðan. Eddie er í ör­ugg­um hönd­um og hann kem­ur aðeins til baka þegar hann er heill heilsu,“ sagði Tindall á blaðamanna­fundi í dag.

Tindall og Howe eru mikl­ir mát­ar. Þeir léku sam­an með Bour­nemouth á sín­um tíma og var Tindall síðan aðstoðarmaður hans sem stjóri liðsins og svo aft­ur hjá Newcastle.

„Það er skrítið að vera án hans. Þetta hef­ur verið erfitt og það er ólíkt Eddie að vera frá. Hann hef­ur varla misst út einn dag síðan við byrjuðum að vinna sam­an,“ sagði Tindall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert