Bjóða De Bruyne samning

Kevin De Bruyne er á förum frá Manchester City í …
Kevin De Bruyne er á förum frá Manchester City í sumar. AFP/Paul Ellis

Banda­ríska knatt­spyrnu­fé­lagið Chicago Fire, sem leik­ur í MLS-deild­inni, hef­ur boðið Belg­an­um Kevin De Bruyne samn­ing. 

De Bruyne er á sínu síðasta ári hjá Manchester City eft­ir ára­bil og fullt af bik­ur­um en hann verður 34 ára gam­all í júní. 

Sam­kvæmt fé­laga­skipta­sér­fræðingn­um Fabrizio Romano er Chicago Fire nú þegar búið að setja sig í sam­band við teymi De Bruyne. 

Þá seg­ir Romano að De Bruyne muni skoða kosti sína og ákveða á næstu vik­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert