Bandaríska knattspyrnufélagið Chicago Fire, sem leikur í MLS-deildinni, hefur boðið Belganum Kevin De Bruyne samning.
De Bruyne er á sínu síðasta ári hjá Manchester City eftir árabil og fullt af bikurum en hann verður 34 ára gamall í júní.
Samkvæmt félagaskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano er Chicago Fire nú þegar búið að setja sig í samband við teymi De Bruyne.
Þá segir Romano að De Bruyne muni skoða kosti sína og ákveða á næstu vikum.