Knattspyrnumennirnir Ben White og Thomas Partey fóru með Arsenal til Madridar fyrir seinni leik liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Leikurinn hefst klukkan 19 í kvöld en Arsenal stendur vel að vígi eftir fyrri leikinn í Lundúnum en hann vannst, 3:0.
Partey fór meiddur af velli á 69. mínútu leiksins en White var þá ekki í leikmannahópnum gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn var.
Þeir eru hins vegar báðir klárir í slaginn en þetta staðfesti Mikel Arteta stjóri liðsins á blaðamannafundi í gær.
Varafyrirliðinn Jorginho þurfti einnig að fara af velli undir lok leiks og er ekki klár í slaginn.