Fóru með Arsenal til Madridar

Thomas Partey í leik með Arsenal.
Thomas Partey í leik með Arsenal. AFP/Glyn Kirk

Knatt­spyrnu­menn­irn­ir Ben White og Thom­as Par­t­ey fóru með Arsenal til Madri­dar fyr­ir seinni leik liðsins í átta liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar Evr­ópu. 

Leik­ur­inn hefst klukk­an 19 í kvöld en Arsenal stend­ur vel að vígi eft­ir fyrri leik­inn í Lund­ún­um en hann vannst, 3:0. 

Par­t­ey fór meidd­ur af velli á 69. mín­útu leiks­ins en White var þá ekki í leik­manna­hópn­um gegn Brent­ford í ensku úr­vals­deild­inni á laug­ar­dag­inn var. 

Þeir eru hins veg­ar báðir klár­ir í slag­inn en þetta staðfesti Mikel Arteta stjóri liðsins á blaðamanna­fundi í gær. 

Vara­fyr­irliðinn Jorg­in­ho þurfti einnig að fara af velli und­ir lok leiks og er ekki klár í slag­inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert