„Hann vill spila fyrir Manchester United“

Marcus Rashford hefur verið að spila vel með Aston Villa.
Marcus Rashford hefur verið að spila vel með Aston Villa. AFP/Paul Ellis

Wayne Roo­ney, marka­hæsti leikmaður í sögu enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Manchester United, er full­viss um að Marcus Rash­ford vilji spila fyr­ir fé­lagið á nýj­an leik. 

Rash­ford fór á láni til Ast­on Villa í janú­ar­glugg­an­um eft­ir að hafa lent upp á kant við Rú­ben Amorim stjóra United. 

Rash­ford hef­ur verið að spila mjög vel hjá Ast­on Villa und­an­farið en liðið datt út fyr­ir Par­ís SG með naum­ind­um í átta liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í gær­kvöldi. 

Þrátt fyr­ir gott gengi Rash­fords er Roo­ney viss um að hann vilji snúa aft­ur og spila fyr­ir United. 

„Hann er frá Manchester og er stuðnings­maður fé­lags­ins. Síðustu 18 mánuðir hafa verið erfiðir og hann þurfti að spila. 

Í drauma­heimi vill Marcus Rash­ford spila fyr­ir United og skilja eft­ir arf­leið hjá fé­lag­inu,“ sagði Roo­ney meðal ann­ars hjá Amazon Prime. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert