Virgil van Dijk, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Liverpool, er áfram með himinhá laun í nýja samningi sínum.
Van Dijk skrifar undir nýjan samning tveggja ára samning við félagið í morgun. Hann gekk í raðir þess í janúar 2018 og hefur síðan verið einn af lykilmönnum liðsins.
Samkvæmt The Athletic eru laun van Dijks 400 þúsund pund á viku eða rúmar 68 milljónir króna.