Leikmaður Arsenal í bann

Thomas Partey, lengst til hægri, fékk gult spjald fyrir að …
Thomas Partey, lengst til hægri, fékk gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu. AFP/Javier Soriano

Miðjumaður­inn Thom­as Par­t­ey mun missa af fyrri leik Arsenal gegn Par­ís SG í undanúr­slit­um Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í knatt­spyrnu vegna leik­banns. 

Arsenal vann Real Madrid, 2:1, í seinni leik liðanna og 5:1 sam­an­lagt í átta liða úr­slit­un­um í gær­kvöldi en Thom­as Par­t­ey fékk gult spjald fyr­ir að sparka bolt­an­um burt seint í leikn­um. 

Hann var á hættu­svæði fyr­ir leik eft­ir að hann fékk einnig gult spjald í fyrri leikn­um gegn Real Madrid. 

Gulu spjöld­in hreins­ast út í undanúr­slit­un­um og má því segja að þetta hafi verið afar heimsku­legt hjá Gan­ver­an­um. 

Arsenal fær Par­ís SG í heim­sókn í fyrri leik liðanna 29. apríl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert