„Væri ekki hér án hans“

Mikel Arteta og Pep Guardiola.
Mikel Arteta og Pep Guardiola. AFP/Samsett mynd

Mikel Arteta stýrði Arsenal til sann­fær­andi sig­urs, 5:1 sam­an­lagt, gegn Real Madrid í átta liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar karla í knatt­spyrnu. 

Arsenal vann fyrri leik­inn, 3:0, í síðustu viku og þann seinni, 2:1, í gær­kvöldi. Arsenal er í fyrsta sinn í undanúr­slit­um keppn­inn­ar í 16 ár. 

Arteta ræddi við Pep Guar­di­ola, knatt­spyrn­u­stjóra karlaliðs Manchester City, fyr­ir leik­inn í gær. Arteta var aðstoðarmaður hjá Guar­di­ola í nokk­ur ár áður en hann tók við Arsenal. 

„Hann hef­ur veitt mér mik­inn inn­blást­ur. Ég var með hon­um í teymi í fjög­ur frá­bær ár og verð hon­um ávallt þakk­lát­ur. Ég væri ekki hér án hans,“ sagði Arteta á blaðamanna­fundi eft­ir leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert