Alexander-Arnold gæti verið með

Trent Alexander-Arnold gæti verið í leikmannhópi Liverpool á páskadag.
Trent Alexander-Arnold gæti verið í leikmannhópi Liverpool á páskadag. AFP/Paul Ellis

Trent Al­ex­and­er-Arnold gæti verið í leik­manna­hópi Li­verpool fyr­ir leik liðsins gegn Leicester á úti­velli í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta á páska­dag. 

Þetta sagði Arne Slot stjóri liðsins á blaðamanna­fundi í dag. 

„Hann mun ekki byrja leik­inn en ef það geng­ur vel hjá hon­um í dag og á morg­un þá gæti hann verið í leik­manna­hópn­um,“ sagði Slot. 

Al­ex­and­er-Arnold hef­ur ekki spilað fyr­ir Li­verpool í meira en mánuð en hann meidd­ist í seinni leik liðsins gegn Par­ís SG í 16-liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar­inn­ar þann 11. mars. 

Al­ex­and­er-Arnold hef­ur þá verið orðaður frá fé­lag­inu þegar samn­ing­ur hans renn­ur út í sum­ar en Spán­ar- og Evr­ópu­meist­ar­ar Real Madrid hafa boðið hon­um samn­ing. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert