Trent Alexander-Arnold gæti verið í leikmannahópi Liverpool fyrir leik liðsins gegn Leicester á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á páskadag.
Þetta sagði Arne Slot stjóri liðsins á blaðamannafundi í dag.
„Hann mun ekki byrja leikinn en ef það gengur vel hjá honum í dag og á morgun þá gæti hann verið í leikmannahópnum,“ sagði Slot.
Alexander-Arnold hefur ekki spilað fyrir Liverpool í meira en mánuð en hann meiddist í seinni leik liðsins gegn París SG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 11. mars.
Alexander-Arnold hefur þá verið orðaður frá félaginu þegar samningur hans rennur út í sumar en Spánar- og Evrópumeistarar Real Madrid hafa boðið honum samning.