Victor Lindelöf og Noussair Mazraoui, leikmenn Manchester United, yfirgáfu Old Trafford í hálfleik í gær er liðið lék til þrautar gegn Lyon í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Lindelöf var á varamannabekknum en Mazraoui var í byrjunarliði Rauðu djöflanna en var skipt út í hálfleik.
Eftir miðnætti gaf félagið út yfirlýsingu sem sagði leikmennina tvo hafa þurft að yfirgefa völlinn í hálfleik vegna áríðandi fjölskylduástæðna.
Manchester United sló Lyon út á dramatískan hátt og mætir Athletic Bilbao frá Spáni í undanúrslitum í maí.
Í yfirlýsingu United segir að málin tengist ekki og að allt í lagi sé með leikmennina.