Leikmenn United yfirgáfu Old Trafford í hálfleik

Lindelöf byrjaði á bekknum en Mazraoui var skipt út af …
Lindelöf byrjaði á bekknum en Mazraoui var skipt út af í hálfleik. AFP/Oli Scarff

Victor Lindelöf og Noussa­ir Mazra­oui, leik­menn Manchester United, yf­ir­gáfu Old Trafford í hálfleik í gær er liðið lék til þraut­ar gegn Lyon í 8-liða úr­slit­um Evr­ópu­deild­ar­inn­ar.

Lindelöf var á vara­manna­bekkn­um en Mazra­oui var í byrj­un­arliði Rauðu djöfl­anna en var skipt út í hálfleik.

Eft­ir miðnætti gaf fé­lagið út yf­ir­lýs­ingu sem sagði leik­menn­ina tvo hafa þurft að yf­ir­gefa völl­inn í hálfleik vegna áríðandi fjöl­skyldu­ástæðna.

Í lagi með leik­menn­ina

Manchester United sló Lyon út á drama­tísk­an hátt og mæt­ir At­hletic Bil­bao frá Spáni í undanúr­slit­um í maí.

Í yf­ir­lýs­ingu United seg­ir að mál­in teng­ist ekki og að allt í lagi sé með leik­menn­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert