Misstu sig í lýsingunni í leikhúsi draumanna

Rio Ferdinand lék yfir 300 leiki með Manchester United á …
Rio Ferdinand lék yfir 300 leiki með Manchester United á árunum 2002-2014. AFP/Paul Ellis

Old Trafford-leik­vangs Manchester United hef­ur gjarn­an verið vísað til sem leik­húsi draumanna og sann­ar­lega var drama­tík­in alls­ráðandi þar í gær þegar heima­menn áttu ótrú­lega end­ur­komu gegn Lyon í fram­leng­ingu 8-liða úr­slita Evr­ópu­deild­ar­inn­ar.

Þegar öll sund virt­ust lokuð og hafði skorað tví­veg­is í fram­leng­ing­unni klóraði Bruno Fern­and­es í bakk­ann úr víta­spyrnu.

Tvö mörk á 75 sek­únd­um

Sex mín­út­um síðar á um 75 sek­únd­um skoruðu heima­menn tví­veg­is; fyrst Kobbie Main­oo á 120. mín­útu og þá Harry Maguire um mín­útu síðar en gamli maður­inn Ca­sem­iro lagði bæði mörk­in upp.

Þeir Rio Fer­d­inand, fyrr­ver­andi leikmaður Manchester United og Robbie Sa­vage, fyrr­ver­andi leikmaður m.a. Blackburn og Leicester, sem hóf fer­il­inn reynd­ar einnig hjá Manchester United, lýstu leikn­um fyr­ir TNT Sports ásamt knatt­spyrnu­lýs­and­an­um Dar­ren Fletcher.

Það er óhætt að segja að þeir fé­lag­ar hafi misst sig ei­lítið í lýs­ing­unni og skyldi eng­an undra.

Sjón er sögu rík­ari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert