Old Trafford-leikvangs Manchester United hefur gjarnan verið vísað til sem leikhúsi draumanna og sannarlega var dramatíkin allsráðandi þar í gær þegar heimamenn áttu ótrúlega endurkomu gegn Lyon í framlengingu 8-liða úrslita Evrópudeildarinnar.
Þegar öll sund virtust lokuð og hafði skorað tvívegis í framlengingunni klóraði Bruno Fernandes í bakkann úr vítaspyrnu.
Sex mínútum síðar á um 75 sekúndum skoruðu heimamenn tvívegis; fyrst Kobbie Mainoo á 120. mínútu og þá Harry Maguire um mínútu síðar en gamli maðurinn Casemiro lagði bæði mörkin upp.
Þeir Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Robbie Savage, fyrrverandi leikmaður m.a. Blackburn og Leicester, sem hóf ferilinn reyndar einnig hjá Manchester United, lýstu leiknum fyrir TNT Sports ásamt knattspyrnulýsandanum Darren Fletcher.
Það er óhætt að segja að þeir félagar hafi misst sig eilítið í lýsingunni og skyldi engan undra.
Sjón er sögu ríkari.