Segir framherjann hafa spilað ömurlega

Rasmus Højlund fagnar ásamt liðsfélögum sínum í gær.
Rasmus Højlund fagnar ásamt liðsfélögum sínum í gær. AFP

Þrátt fyr­ir drama­tísk­an sig­ur Manchester United á Lyon í 8-liða úr­slit­um Evr­ópu­deild­ar­inn­ar, seg­ir fyrr­um marka­hrókur­inn, Troy Deeney, fram­herja liðsins, hinn danska Rasmus Høj­lund hafa spilað öm­ur­lega í leikn­um.

„Gæði hans fel­ast í því að hlaupa á bakvið varn­ir og klára sín færi eins fljótt og hann get­ur. Hann hljóp í átt að and­stæðingn­um. Hann dekkaði sjálf­an sig í staðinn fyr­ir að láta and­stæðing­inn um að dekka sig.

Okk­ur er sagt sem sókn­ar­mönn­um að ef varn­ar­maður get­ur snert þig ertu ekki rétt staðsett­ur. Hann hljóp til varn­ar­mann­anna! Þannig að já, hann spilaði öm­ur­lega,“ seg­ir Deeney í sam­tali við talk­SPORT.

Gæti allt eins dregið fram skóna

„Miðað við það sem hann bauð upp á gegn Lyon, gæti ég allt eins dregið fram skóna á ný. Án gríns, hann spilaði öm­ur­lega. Hann leit út fyr­ir að vera átta­villt­ur og virkaði týnd­ur.“

Deeney á ekki von á því að Høj­lund verði áfram í Manchester United.

„Þú get­ur átt erfiða tíma í marka­skor­un og þú get­ur átt erfitt tíma­bil en hann er niður­lægður. Mér finnst eins og hann þoli ekki press­una. Hann þarf að eiga stór­kost­legt und­ir­bún­ings­tíma­bil svo þeir láti hann ekki fara.“

Høj­lund hef­ur verið orðaður við bæði Ju­vent­us og Na­poli frá Ítal­íu und­an­farið en Dan­inn kom ein­mitt frá Atal­anta á Ítal­íu þar sem hann skoraði 10 mörk í 34 leikj­um tíma­bilið 2022-2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert