Slot vísar sögusögnunum á bug

Arne Slot var óljós í svörum þegar hann fékk spurningar …
Arne Slot var óljós í svörum þegar hann fékk spurningar um Darwin Núnez. AFP/Paul Ellis

Arne Slot, knatt­spyrn­u­stjóri Li­verpool á Englandi, seg­ir ekk­ert til í þeim sögu­sögn­um að fram­herj­inn Darw­in Núnez hafi ekki verið í leik­manna­hópi liðsins gegn West Ham vegna rifild­is á æf­inga­svæðinu.

Hann var þó óljós í svör­um á blaðamanna­fundi er hann var spurður út í fjar­veru Úrúg­væ­ans en Núnez er vænt­an­lega á för­um frá Li­verpool eft­ir tíma­bilið.

„Hann var ólík­ur sjálf­um sér dag­inn fyr­ir leik og gat ekki verið með,“ sagði Slot. Hann var svo spurður hvað það þýddi. „Hann var ólík­ur sjálf­um sér,“ svaraði Hol­lend­ing­ur­inn aft­ur.

Slot var svo spurður beint hvort Núnez hefði rif­ist við meðlimi úr þjálf­arat­eymi Li­verpool á æf­inga­svæðinu.

„Nei, hann gerði það ekki. Hann var bara ólík­ur sjálf­um sér,“ sagði Slot. Blaðamaður spurði Hol­lend­ing­inn hvort Núnez hefði þá verið veik­ur? „Nei, hann var bara ólík­ur sjálf­um sér,“ svaraði Slot enn og aft­ur.

Hol­lenski stjór­inn staðfesti að lok­um að Núnez verður í hópn­um hjá Li­verpool er liðið mæt­ir Leicester á úti­velli á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert