Arsenal fór illa með Ipswich

Leandro Trossard skoraði tvö mörk.
Leandro Trossard skoraði tvö mörk. AFP/Ben Stansall

Arsenal vann góðan útisig­ur á Ipswich, 4:0, í 33. um­ferð ensku úr­vals­deild­ar karla í knatt­spyrnu á Portman Road í Ipswich í dag.

Arsenal er í öðru sæti með 66 stig en Ipswich er í 18. sæti með 21 og gott sem fallið. 

Le­andro Tross­ard kom Arsenal yfir á 14. mín­útu eft­ir send­ingu frá Bukayo Saka sem snerti fyr­irliðann Mart­in Ödega­ard ör­lítið. Tross­ard var dott­inn áður en hann skaut en náði samt að koma bolt­an­um í netið, 0:1. 

Annað mark Arsenal var glæsi­legt og kom á 28. mín­útu. Þá keyrði Saka upp hægri kant­inn og gaf bolt­ann á Mikel Mer­ino sem átti glæsta hæl­spyrnu á Gabriel Mart­inelli sem potaði bolt­an­um í netið, 0:2.

Skytturnar fagna marki Gabriels Martinellis.
Skytt­urn­ar fagna marki Gabriels Mart­inell­is. AFP/​Ben Stansall

Leif Dav­is í liði Ipswich fékk síðan beint rautt spjald fjór­um mín­út­um síðar eft­ir ljóta tæk­lingu á Saka. 

Arsenal var lengi að bæta við þriðja mark­inu en það kom á 69. mín­útu. Þá fékk Tross­ard bolt­ann frá Decl­an Rice og skoraði sitt annað mark, 0:3.

Varamaður­inn Et­h­an Nwaneri skoraði síðan fjórða mark Arsenal á 88. mín­útu en þá kom hann sér í gott skot­færi inn á teig og skaut í varn­ar­mann og netið, 0:4.

Arsenal fær Crystal Palace í heim­sókn í næsta leik sín­um í deild­inni en Ipswich heim­sæk­ir Newcastle. 

Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal reynir sendingu í dag.
Mart­in Ödega­ard fyr­irliði Arsenal reyn­ir send­ingu í dag. AFP/​Ben Stansall
Ipswich 0:4 Arsenal opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert