Evrópuóðir Englendingar

Liðsmenn Arsenal fagna marki Bukayo Saka gen Real Madrid í …
Liðsmenn Arsenal fagna marki Bukayo Saka gen Real Madrid í vikunni. Sigur liðsins í viðureigninni tryggði Englandi fimmta sætið í Meistaradeild Evrópu að ári. AFP/Oscar Del Pozo

Sig­ur Arsenal á Real Madrid tryggði fimmta sæti Eng­lands í Meist­ara­deild Evr­ópu að ári. Með sigr­in­um varð ljóst að enska knatt­spyrnu­sam­bandið verður eitt tveggja stiga­hæstu knatt­spyrnu­sam­banda Evr­ópu á keppn­is­tíma­bil­inu sem trygg­ir auka sæti í Meist­ara­deild Evr­ópu að ári.

Að auki eru frá­tek­in sæti í deild­ar­keppni Meist­ara­deild­ar­inn­ar að ári fyr­ir sig­ur­veg­ara keppn­inn­ar í ár og sig­ur­veg­ara Evr­ópu­deild­ar­inn­ar.

Allt að sjö frá Englandi

Þannig gætu allt að sjö ensk fé­lög leikið í deild­ar­keppni Meist­ara­deild­ar­inn­ar að ári.

Liðið sem hafn­ar í sjötta sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar fær sæti í deild­ar­keppni Evr­ópu­deild­ar­inn­ar ásamt bikar­meist­ur­un­um en ef bikar­meist­ar­arn­ir hafa nú þegar unnið sér inn Meist­ara­deild­ar­sæti flyst Evr­ópu­deild­ar­sæti bikar­meist­ar­anna í deild­ina til liðsins sem hafn­ar í sjö­unda sæt­inu í vor.

Newcastle hef­ur með sigri sín­um í deild­ar­bik­arn­um tryggt sér sæti í um­spili Sam­bands­deild­ar­inn­ar en ef liðið trygg­ir sér sæti í Evr­ópu með ár­angri í deild­inni flyst sæti deild­ar­bikar­meist­ar­anna í deild­ina.

Chel­sea á einnig tvö­fald­an mögu­leika á að kom­ast í Evr­ópu, bæði í gegn­um deild­ina og með því að sigra Sam­bands­deild­ina en þá fær liðið sæti í deild­ar­keppni Evr­ópu­deild­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert