Frábært að vera reiður

Ollie Watkins fagnar marki með Aston Villa.
Ollie Watkins fagnar marki með Aston Villa. AFP

Ollie Watkins beindi reiði sinni í rétta átt þegar hann skoraði og lagði upp í 4:1 heima­sigri Ast­on Villa á Newcastle í gær.

Sagði Watkins að hann hafi verið reiður yfir því að hafa byrjað á bekkn­um í Meist­ara­deild­ar­leikj­un­um gegn Par­ís SG og hefði viljað sýna Unai Emery, knatt­spyrn­u­stjóra liðsins, að hann eigi að byrja alla stærstu leik­ina.

Marka­hæst­ur í deild­inni

Með marki sínu í gær varð Watkins marka­hæst­ur allra leik­manna Ast­on Villa frá upp­hafi í ensku úr­vals­deild­inni ásamt Gabriel Ag­bon­la­hor með 74 mörk.

„Ég spilaði í 20 mín­út­ur í báðum leikj­un­um gegn PSG. Ég lýg því ekki að ég var bál­reiður og ég lét Emery vita,“ sagði Watkins í sam­tali við Sky Sport.

„Hann er stjór­inn og auðvitað virðir maður hans ákvörðun en ég er ekki einn af þess­um leik­mönn­um sem sitja glaðir á bekkn­um.

Ég hef ekki upp­lifað það áður að missa af stærstu leikj­un­um og vildi spila miklu meira í þess­um leikj­um.

Ég átti stór­an þátt í að koma okk­ur þangað sem við erum nú og auðvitað vil ég spila þessa leiki.“

Emery var spurður út í um­mæli Watkins og sagði Spán­verj­inn að það væri frá­bært að vera reiður og frá­bært að Watkins hafi spilað eins og hann geðri gegn Newcastle.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert