Glæsileg aukaspyrna sökkti United

Pablo Sarabia fagnar sigurmarkinu.
Pablo Sarabia fagnar sigurmarkinu. AFP/Paul Ellis

Wol­ves gerði góða ferð til Manchester og sigraði Manchester United, 1:0, í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í dag. Liðin eru nú bæði með 38 stig eft­ir 33 leiki og í 14. og 15. sæti.

Varamaður­inn Pablo Sara­bia skoraði sig­ur­markið með glæsi­legri auka­spyrnu á 77. mín­útu, ör­skömmu eft­ir að hann kom inn á sem varamaður.

Liðunum gekk mjög illa að skapa sér færi í fyrri hálfleik og höfðu báðir markverðir það náðugt á milli stang­anna. Var staðan í leik­hléi því marka­laus.

Seinni hálfleik­ur­inn var fjör­legri og var Bruno Fern­and­es ná­lægt því að skora fyrsta markið fyr­ir United á 74. mín­útu en hann skaut yfir úr góðu færi í teign­um.

Wol­ves refsaði hinum meg­in með áður­nefndri auka­spyrnu frá Sara­bia. United reyndi hvað það gat til að jafna met­in en sem fyrr gekk bölv­an­lega að reyna á Dav­id Bentley í marki Wol­ves og útisig­ur varð raun­in.

Man. United 0:1 Wol­ves opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert