Wolves gerði góða ferð til Manchester og sigraði Manchester United, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Liðin eru nú bæði með 38 stig eftir 33 leiki og í 14. og 15. sæti.
Varamaðurinn Pablo Sarabia skoraði sigurmarkið með glæsilegri aukaspyrnu á 77. mínútu, örskömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður.
Liðunum gekk mjög illa að skapa sér færi í fyrri hálfleik og höfðu báðir markverðir það náðugt á milli stanganna. Var staðan í leikhléi því markalaus.
Seinni hálfleikurinn var fjörlegri og var Bruno Fernandes nálægt því að skora fyrsta markið fyrir United á 74. mínútu en hann skaut yfir úr góðu færi í teignum.
Wolves refsaði hinum megin með áðurnefndri aukaspyrnu frá Sarabia. United reyndi hvað það gat til að jafna metin en sem fyrr gekk bölvanlega að reyna á David Bentley í marki Wolves og útisigur varð raunin.
Man. United | 0:1 | Wolves |
Opna lýsingu ![]() ![]() |
![]() ![]() |
---|---|---|---|---|
90. mín. Ekkert varð úr horninu. Að minnsta kosti sex mínútur í uppbótartíma. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |