Liverpool getur tryggt titilinn í dag

Mohamed Salah og félagar í Liverpool gætu orðið Englandsmeistarar í …
Mohamed Salah og félagar í Liverpool gætu orðið Englandsmeistarar í dag. AFP/Paul Ellis

Li­verpool þarf í mesta lagi sex stig til viðbót­ar í sex síðustu um­ferðum ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar til að tryggja sig­ur í deild­inni og meist­ara­titil­inn í 20. sinn.

Ef úr­slit verða liðinu hag­stæð í dag get­ur það tryggt titil­inn strax í dag. Li­verpool heim­sæk­ir Leicester klukk­an 15.30 í dag en áður en flautað verður til leiks á King Power-leik­vang­in­um heim­sæk­ir Arsenal lið Ipswich, sem er í 18. sæti og í bullandi fall­bar­áttu.

Arsenal má ekki mis­stíga sig

Ef Ipswich tekst að leggja Arsenal að velli get­ur Lund­únaliðið aðeins safnað 78 stig­um það sem eft­ir lif­ir leiktíðar og þar sem Li­verpool hef­ur nú þegar safnað 76 stig­um myndi sig­ur á Leicester því duga liðinu til að tryggja titil­inn.  

Li­verpool-liðið yrði þá næst fljót­ast í sögu ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar til að tryggja titil­inn ásamt 2017-2018-liði Manchester City og 2000-2001-liði Manchester United, sem tryggðu titil­inn þegar fimm leik­ir voru eft­ir af deild­inni.

Aðeins 2019-2020-lið Li­verpool hef­ur tryggt sér titil­inn fyrr eða þegar 7 leik­ir voru eft­ir af tíma­bil­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert