Liverpool þarf einn sigur – Leicester fallið

Trent Alexander-Arnold fagnar sigurmarkinu.
Trent Alexander-Arnold fagnar sigurmarkinu. AFP/Darren Staples

Li­verpool þarf einn sig­ur úr síðustu fimm um­ferðunum í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta til að verða Eng­lands­meist­ari eft­ir að liðið sigraði Leicester, 1:0, á úti­velli í dag. Úrslit­in þýða að Leicester er fallið.

Leik­ur­inn byrjaði mjög fjör­lega og Mo Salah fékk dauðafæri strax á 3. mín­útu en hann skaut í báðar stang­irn­ar af stuttu færi. Sjö mín­út­um síðar átti Wilfred Ndidi skot í stöng­ina á marki Li­verpool af tæp­lega 20 metra færi.

Gekk liðunum illa að skapa sér opin færi það sem eft­ir lifði fyrri hálfleiks og voru hálfleikstöl­ur því 0:0.

Li­verpool byrjaði seinni hálfleik­inn af krafti og Dom­inik Szo­boszlai og Cody Gakpo fengu báðir góð færi á fyrstu tíu mín­út­un­um en nýttu þau ekki. Luis Díaz og Kostas Tsi­mikas fengu einnig færi á fyrstu 15 mín­út­um hálfleiks­ins en Mads Herm­an­sen í marki Leicester var vand­an­um vax­inn.

Hann kom hins veg­ar eng­um vörn­um við á 76. mín­útu þegar Trent Al­ex­and­er-Arnold skoraði sig­ur­markið með föstu skoti úr teign­um eft­ir að Mo Salah og Di­ogo Jota settu báðir bolt­ann í tré­verk í sömu sókn­inni. Bakvörður­inn hafði komið inn á fimm mín­út­um fyrr.

Li­verpool lagði áherslu á að halda for­skot­inu það sem eft­ir lifði leiks og skapaði Leicester sér lítið. Varð enn einn sig­ur Li­verpool því staðreynd.

Leicester 0:1 Li­verpool opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert