This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Portúgalinn Pedro Neto skoraði laglegt sigurmark í útisigri Chelsea á Fulham, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Craven Cottage í London í dag.
Alex Iwobi kom Fulham yfir í fyrri hálfleik með flottu marki en hinn ungi Tyrique George jafnaði metin fyrir Chelsea með fyrsta úrvalsdeildarmarki sínu á 83. mínútu, 1:1.
Neto skoraði síðan sigurmarkið með algjörri neglu undir blálokin.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.